Leita í fréttum mbl.is

Til hvers heldur þessir maður að hann sé á Alþingi?

Það er í sjálfu sér ekki margt gáfulegt sem komið hefur frá formanni Framsóknarflokksins eftir að hann var kjörinn á þing. Hann virðist a.m.k. ekki enn vera búinn að átta sig á því til hvers Alþingi eiginlega er. Það skín úr þeirri vandlætingu sem frá honum streymir, þegar hann hneykslast á því að leggja eigi fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um að Ísland sæki um aðild að ESB og fari í framhaldinu í samningaviðræður við sambandið. Þetta heitir í munni Sigmundar Davíðs að ríkisstjórnin sé að velta ákvörðuninni í málinu yfir á stjórnarandstöðuna! Svona rugl sýnir skrítinn skilning á þingræðinu. Til hvers í fjáranum heldur þessi maður að hann hafi verið kjörinn á þing? Og til hvers heldur hann að Alþingi sé?

Þingmenn eru kjörnir til þess að taka ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar; þeir eru fulltrúar þjóðarinnar og eiga að vinna fyrir hana. Þess vegna er bæði sjálfsagt og eðlilegt að þeir taki þátt í svo mikilvægri ákvörðun sem þeirri að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er kannski framsóknarlegt en  ekki karlmannlegt að kveinka sér undan því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband