Leita í fréttum mbl.is

Hrossakaup Borgarahreyfingarinnar

Það hefur verið dapurlegt að hlusta á þingmenn Borgarahreyfingarinnar í dag. Þeir eru dottnir í farið sem þeir gagnrýndu sem mest og buðu sig fram og voru kosnir til að breyta. Gömlu góðu hrossakaupastjórnmálin. Þór Saari hefur að vísu frá upphafi sýnt sig að vera þrætubókarpólitíkus af gamla skólanum, sem eyðir stórum hluta máls síns í útúrsnúninga og dylgjur. En einhvern veginn hélt ég að Birgitta Jónsdóttir væri af öðrum toga; hugsjónamaður sem ætlaði sér að stunda annars konar stjórnmál en þau sem hún gagnrýndi fyrir að vera lokuð og ólýðræðisleg.

En nú er hulunni flétt af. Atkvæði þriggja þingmanna Borgarahreyfingarinnar eru komin með verðmiða. "Við skulum greiða atkvæði með stjórnarfrumvarpi um aðildarviðræður, ef . . .". Birgitta segir að þetta flokkist ekki undir hennar skilgreiningu á hugtakinu hrossakaup. Lengi skal manninn reyna; það væri gaman að vita hvernig sú skilgreining er. 

En það er kannski ágætt að gríman skuli falla; maður veit þá að minnsta kosti hvaða meðöl verða notuð í framtíðinni. Samt er þetta svolítið sorglegt, sérstaklega vegna þess að í kosningabaráttunni sögðust þau myndu styðja aðildarumsókn að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband