Leita í fréttum mbl.is

Stytting skóla - launalaust leyfi

"Ég leyfi mér að segja að það er ekkert víst að stytting sem þessu nemur (10 dagar; innskot HMH) sé skaðleg fyrir nemendur," segir bæjarstjórinn á Ísafirði í Fréttablaðinu í dag. Svona eiga menn auðvitað ekki að tala. "Það er ekki víst" eru engin rök í svona máli; hér eiga nemendurnir að njóta vafans. Það er nefnilega rétt sem fram kemur hjá Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands, í sömu frétt, að "þetta er inngrip í líf barna og unglinga og þeirra tækifæri kemur aldrei aftur". Sú menntun sem felld er niður kemur ekki inn í líf þessara nemenda síðar; þeir koma úr skólanum með minni menntun sem niðurfellingunni nemur. Málið er ekki flóknara en það.

Halldór bæjarstjóri er enn í þessu viðtali við það heygarðshorn að starfsmönnum sveitarfélaga verði veitt launalaust leyfi í 10 daga gegn 5% launalækkun. Þetta mun vera svokölluð Akureyrarleið, þótt Akureyringar segi hana komna frá Ísafirði. Ekki liggur fyrir að þeir sem halda þessari leið á lofti hafi kynnt sér allar hliðar málsins. Hver eru t.d. réttindi þeirra sem slasast eða veikjast í launalausu leyfi? Það er þannig að ýmis félagsleg réttindi manna eru bundin starfi þeirra og ef þeir fara í launalaust leyfi rofnar skylda atvinnurekandans; starfsmaðurinn er ekki á launum og nýtur þar af leiðandi ekki kjarabundinnar verndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband