Leita í fréttum mbl.is

Strætó

Strætó er rekstrarlegt furðuverk, þar sem reynt er að láta opinberar samgöngur standa undir sér með því að gera þjónustuna sífellt dýrari og sífellt lélegri. Eiginlega má segja að Strætó hafi - eins og reyndar Íslandspóstur - unnið að því með festu og einurð að gera þjónustuna svo lélega að enginn vilji nota hana. Og tekist það.

Í Osló brugðust menn öðru vísi við. Þar stóðu borgaryfirvöld frammi fyrir skelfilegum taprekstri strætisvagna og jarðlesta (almannasamgangna sumsé) vegna sífellt færri farþega. Hvað gerðu þau? Þau gerðu tilraun. Fjölguðu ferðum og lækkuðu fargjöld. Reiknuðu út að það tæki svo sem fjögur fimm ár aðkomast á núllið ef tilraunin tækist. Ári síðar var þegar orðinn lítilsháttar arður af kerfinu. Þetta ættu kannski þeir sem reka Strætó að taka til fyrirmyndar. Bæta þjónustuna í stað þess að gera fyrirtækið sífellt ónothæfara fyrir almenning. Ég er viss um að í kreppu með gengi og bensinverð í hæstu hæðum myndu fleiri ferðast með almenningsvögnum ef þeir væru raunverulegir valkostir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Notar þú strætó? Ég hef gert það í nokkur ár og líkar vel. Vissulega mættu ferðirnar vera fleiri en þar sem notkunin er ekki mjög mikil þó kreppa sé þá er það skiljanlegt að ferðum hafi verið fækkað. Fólk er mjög fljótt að dæma Strætó sem ómögulegan valkost án þess einu sinni að prófa. Svo tekur það smá tíma að komast inn í strætókerfið svo fólk geti dæmt það að einhverju viti. Skora á fólk að prófa og leggja bensínhákunum smátíma. Maður sparar líka heilmikið með því að taka strætó. Allt sem þarf er smá hugarfarsbreyting.

Ína (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband