Leita í fréttum mbl.is

Annar fyllerísfundur erlendis?

Það var merkilegt að fylgjast með andköfum framsóknartvíeykisins í sjónvarpinu mínu í gær, þegar þeir báru Íslendingum boð Norðmanna um 2000 milljarða (íslenskra) króna lán. Þetta hljómaði óneitanlega merkilega, ekki síst þegar því var í þokkabót haldið fram að engin beiðni hefði komið fram frá íslenskum stjórnvöldum til norskra um lán. Passaði nú ekki alveg við það sem vitað var. Enda kemur í ljós að þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur fóru með fleipur. Andateppan var ástæðulaus. Ekkert svona boð hefur komið fram. Annað hvort eru þeir félagar svo slakir í norsku að þeir hafa ekki skilið þar sem sá norski þingmaður sagði við þá eða þá að þeir hafa látið óskhyggjuna ná tökum á sér. Langað að verða boðberar góðra tíðinda og bjarga þjóðinni úr skuldafjötrum. Voru bara of fljótir á sér, einsog framsóknarmanna er stundum háttur.

Aðrir Norðmenn en þessi Miðflokksmaður kannast ekkert við málið.

Þetta minnir óneitanlega á drykkjufundinn fræga í London forðum, þegar Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson skiptust á kjaftasögum við viskídrykkju og Davíð fékk þá flugu í höfuð að Bónus hafi ætlað að múta sér með 300 milljónum.

Framsóknarmennirnir komu þó a.m.k. með hærri upphæð af sínum fundi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sleppum ómálefnalegum dylgjum um " fyllerí". Hitt er staðreynd að Jón Ásg. viðurkenndi boð sitt um milljónir, en sagði það sett fram í "spaugi"!!! Svo við segjum satt og rétt frá, Haukur.

Högni V.G. (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Það er alveg satt, Högni, maður á auðvitað ekki að dylgja um fyllerí. En steypan um lánið, sem Höskuldur bar á borð, er slík að maður trúir varla að ábyrgir stjórnmálamenn láti sér detta í hug að bera hana á borð án einhvers konar aðstoðar. Hvað snertir ummælin um millurnar 300 var skýring þeirra JÁJ og HL sú að þeir hafi verið að ræða almennt um möguleika þess að kaupa einstaklinga og að erfitt yrði að kaupa menn á borð við Davíð Oddsson. JÁJ hafi þá sagt sem svo að enginn myndi segja nei við 300 milljónum. Frá þessu samtali sagði Hreinn Davíð og Davíð kaus að túlka það síðar sem svo að Hreinn væri að bera honum tilboð JÁJ/Baugs. Það voru einmitt þessi viðbrögð DO sem Hreini sárnaði mest þegar Davíð fór með málið í fjölmiðla.

Haukur Már Haraldsson, 1.10.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband