Leita í fréttum mbl.is

Lækka launakostnað hins opinbera!

Óneitanlega er það ekki sérlega björt sýn á næstu framtíð sem Steingrímur Joð færir okkur með nýju fjárlagafrumvarpi. Þó var alltaf ljóst að gjaldtaka hins opinbera myndi óhjákvæmilega aukast; ástandið einfaldlega kallar á það, svo skítt sem er að þurfa að viðurkenna það. Það er hins vegar lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum helstu frjálshyggjupostulanna við ríkjandi ástandi, þeirra sem eiga kannski ekki minnsta sök á ríkjandi ástandi. Bjarni Ben er skelfingu lostinn yfir því að hér sé kominn til valda vinstri stjórn sem einblíni á skattahækkanir. Vilhjálmur Egilsson er á sama hátt æfur yfir skattahækkunum, sem eru af hinu vonda hjá honum eins og Bjarna Ben o.fl. Vilhjálmur má þó eiga að hann bendir á leið sem hægt er að fara í stað skattahækkana. Hann vill "minnka launakostnað hins opinbera". Minnka launakostnað hins opinbera! Sem þýðir hvað? Á venjulegu mannamáli heitir þetta að hvetja til uppsagna opinberra starfsmanna, - sem svo aftur hefði í för með sér aukið atvinnuleysi og þar af leiðandi auknar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Í hverju felst þá eiginlega lausnin, Villi?

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Arfur íhaldsins eru skuldasöfnun, arðrán og koma skyldum yfir á aðra.

Dapurlegt er til þess að hugsa að okkar fólk þarf að taka til eftir frjálshyggjupartíið. Íhaldið hefur alltaf skilið allt eftir í reyðuleysi og ætlast til að aðrir sjái um tiltektirnar. Svo kemur það aftur skríðandi út úr skattaskjólunum æpandi og öskrandi yfir skattahækkunum og fjármálaóreiðu vinstri manna.

Svona hefur það alltaf verið og sennilega reiknar íhaldið með gullfiskaminni þeirra sem eru alltaf óánægðir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband