Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Skemmtileg hugmynd hjá Stefáni Jóni

Stefán Jón Hafstein er skroppinn í Íslandsferð frá störfum í Namibíu og býr sig undir að fara til Malawí á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Hann gaf sér þó tíma til að koma með skemmtilega hugmynd í Silfrinu hjá Agli áðan. Að til að leysa úr þeim stjórnarvanda sem ríkjandi er í Reykjavík verði mynduð starfsstjórn þriggja stærstu flokkanna í borginni, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Áður yrðu sjallarnir að leysa sín innanbúðarmál og forystukreppu í borgarstjórnarflokknum, en siðan yrði búinn til starfsstjórn um ákveðin mál, á borð við Sundabraut, mönnunarvanda umönnunarstétta, skólamál og slík brýn málefni. Önnur málefni yrðu sett á salt þar til kjósendur gætu sagt sitt álit á þeim í næstu kosningum.
Þetta er sniðug hugmynd og full ástæða til að taka hana alvarlega, ekki síst þar sem Samfó og vinstrigræn hafa tekið um það ákvörðun að splæsa sig saman í núverandi ástandi og ljá ekki máls á því við Sjálfstæðismenn að skera þá niður úr þeirri snöru sem þeir hafa sjálfviljugir sett um hálsinn á sér. Nú er boltinn í túninu hjá Sjöllunum og verður gaman að sjá hvernig þeir taka þessari hugmynd.

Er laus staða sem krefst ekki minnis?

Vesenið í kringum Villa Þorn verður sífellt magnaðra og raunar vandséð hvernig hann ætlar sér að koma standandi niður. Maður sem man ekkert stundinni lengur og verður nánast daglega ber að því að reyna vísvitandi að blekkja fjölmiðla - og þar með borgarbúa alla - getur varla gert kröfu um æðstu stjórnunarstöðu í Reykjavík. Nú verða Sjálfstæðismenn að finna honum ásættanlegt starf, svo hann geti hætt með reisn . . . Nei, auðvitað getur hann það ekki úr því sem komið er, en svo hann geti hætt í borgarstjórn. Er ekki laust eitthvert starf innan flokksapparatsins sem krefst ekki mikils minnis? Ef ekki, er þá ekki hægt að búa það til; annað eins hefur nú verið gert fyrir dygga flokksmenn.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband