Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2008

Skrítin myndanotkun í útkallsbók

Fékk mér bók á bókasafninu um daginn, eina úr útkalls-bókaflokkinum. Ţessi fjallađi um ásiglingu breskrar freygátu á varđskipiđ Tý í ţorskastríđinu 1975 (minnir mig; búinn ađ skila bókinni og ţá fara hlutir eins og ártöl fljótlega fyrir bí). En ţađ var dálítiđ skrítin upplifun ađ lesa ţessa bók. Burtséđ frá ţví ađ ţetta hefđi veriđ flott efni fyrir dágóđa tímaritsgrein og ađ ţađ ţurfti endalausar endurtekningar á sömu atriđunum upp aftur og aftur og aftur til ađ  koma ţessu í bókarlengd (plús mjög skrítnar mannamyndabirtingar á öftustu síđunum), ţá sá ég ađ stór hluti myndanna í bókinni voru frá mér, birtar án míns samţykkis, - án ţess ég vćri spurđur, ef út í ţađ er fariđ. Ég sumsé fór í ţriggja vikna túr međ Tý í ţessu ţorskastríđi, fyrir Ţjóđviljann sálađa, og átti eftir ţađ mikiđ filmusafn og mynda- af árekstrum, togvíraklippingum, togurum á veiđum og herskipum ađ reyna ađ flćkjast fyrir varđskipunum, daglegu lífi um borđ o.s.frv. Ţetta filmusafn lánađi ég Sveini Sćmundssyni, höfundi ćvisögu Guđmundar Kćrnested skipherra, ţar sem mikiđ af myndunum birtist; Sveinn skilađi ţessu öllu til mín eftir notkun. Höfundur útkalls-flokksins virđist hafa skannađ ţessar myndir úr bókinni og birtir ţćr í sinni bók án ţess ađ tala viđ kóng eđa prest. Eru ţetta ekki eiginlega dálítiđ dónaleg vinnubrögđ.
(Vil geta ţess hér innan sviga ađ í útkallsbókinni er frásögn Óla Tynes, ţá blađamanns á DV, af ástandinu um borđ í bresku freygátunni sem sigldi á Tý, hreint ómetanleg heimild.)


Eđlilegt vinnuumhverfi kennara?

Ţađ hefur vakiđ nokkurt umtal ađ kennara í grunnskóla á Seltjarnarnesi hafa veriđ dćmdar bćtur frá móđur nemanda síns, eftir ađ nemandinn hafđi slasađ kennarann svo mjög ađ hann er 25% öryrki eftir og hefur ekki getađ stundađ vinnu sína um nokkurra mánađa skeiđ. Nemandinn er fatlađur, međ Asbergen heilkenni. "Hvernig dettur kennaranum í hug ađ fara í mál viđ fatlađ barn?" hafa menn spurt og auđvitađ er ţađ mögnuđ stađa sem kennarinn er ţarna í. Ég vil spyrja annarrar spurningar: "Hvernig stendur á ţví ađ starfsumhverfi kennara er slíkt ađ vinnuveitandi hans ber enga ábyrgđ gagnvart kennaranum á ţví sem aflaga fer í skólastarfinu?" Fleiri spurningar: "Hvernig stendur á ţví ađ skólinn er sýknađur af bótakröfum kennarans á ţeirri forsendu ađ rennihurđ sem nemandinn skellti á höfuđ kennarans var í lagi? Snýst ţetta mál virkilega um bilađa hurđ eđa hurđ í lagi?" Mér finnst ţetta mál snúast um starfsađstöđu kennarans. Kennari verđur fyrir alvarlegu slysi í vinnunni, vegna ađstćđna sem ekki eru á neinn hátt honum ađ kenna og hann getur ekki ráđiđ viđ. Og vinnustađurinn, atvinnurekandinn, er stikk frí. Ef kennarinn hefđi ekki veriđ svo "heppinn" ađ móđir nemandans er međ heimilistryggingu hefđi hann gengiđ bótalaus frá ţessu slysi. Sem 25% öryrki međ skerta starfsgetu. Ţetta er auđvitađ galiđ ástand. Ţađ er lágmarkskrafa ađ launţegar - opinberir eđa á einkamarkađi - njóti slysa- og óhappatryggingar í vinnunni. Raunar ćtti ţađ ađ vera lágmarkskrafa ađ fyrirtćki og stofnanir séu međ ţess konar tryggingar.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband