Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fáránlegur Árni Matt

Ég glotti gjarnan innra með mér þegar sjálfstæðisþingmenn lýsa pirringi yfir því að Samfylkingarráðherrar lýsi skoðunum sínum á málefnum, þegar þær fara í bága við skoðanir sjálfstæðismanna. Nú er ég hins vegar orðinn verulega pirraður á fjármálaráðherra þessarar ríkisstjórnar og því sem hann lætur út úr sér, - og framkvæmir, - einkum í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra.

Kjaradeila ljósmæðra er orðin svo erfið sem hún er vegna þess að fjármálaráðherra veitir samninganefnd ríkisins ekki umboð til samninga; nefndin lifir ekki sjálfstæðu lífi og gerir ekkert nema fá til þess leyfi. Þannig að það stendur upp á Árna Matt að leysa deiluna. Þegar hann svo lætur sér sæma, í miðri stífri deilu, að stefna ljósmæðrum fyrir dómstóla vegna gruns um hópuppsagnir, er hann ekki að gera annað en að setja deiluna í enn harðari hnút. Við bætast svo fáránleg ummæli hans í tengslum við þessa kjaradeilu ljósmæðra um að menntun sé ekki algildur mælikvarði á laun heldur þurfi líka að meta þýðingu starfsins. Einhver vitlausustu ummæli sem hægt var að setja fram í tengslum við þessa deilu; eða ber að líta svo á að þýðing ljósmæðrastarfsins sé ekki meiri en svo að það sé réttlætanlegt að laun þeirra lækki við að bæta við sig menntun frá hjúkrunarfræðinámi til að verða ljósmæður?

Hvurslags eiginlega hugsanagangur fer fram í höfðinu á þessum manni? 


Sjálfstætt líf Landsvirkjunar?

Það munaði litlu að ferskjan stoppaði í kokinu á mér þegar ég horfði á það í sjónvarpinu mínu í gærkvöldi að Landsvirkjun væri að undirbúa nýja virkjun á hálendinu, Bjölluvirkjun. sem mér sýndist raunar að myndi fara inná svæði sem alls ekki á að snerta skv. stjórnarsáttmálanum (ef ég man rétt). Veiðivötn, Langisjór í stórhættu.

Ég þá var ég nýbúinn að hlusta - og horfa - á Össur staðfastan í ræðustóli Alþingis, þar sem hann beinlínis hóf á loft krepptan hnefa og sagði að ekki yrði hróflað við svæðum á borð við þessi (man ekki orðalagið) meðan þessi ríkisstjórn sæti.

Hvernig er það; lifir Landsvirkjun algjörlega sjálfstæðu lífi? Kemur þessu (ríkis)fyrirtæki ekkert það við sem ráðamenn stefna að?


Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband