Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Lækka launakostnað hins opinbera!

Óneitanlega er það ekki sérlega björt sýn á næstu framtíð sem Steingrímur Joð færir okkur með nýju fjárlagafrumvarpi. Þó var alltaf ljóst að gjaldtaka hins opinbera myndi óhjákvæmilega aukast; ástandið einfaldlega kallar á það, svo skítt sem er að þurfa að viðurkenna það. Það er hins vegar lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum helstu frjálshyggjupostulanna við ríkjandi ástandi, þeirra sem eiga kannski ekki minnsta sök á ríkjandi ástandi. Bjarni Ben er skelfingu lostinn yfir því að hér sé kominn til valda vinstri stjórn sem einblíni á skattahækkanir. Vilhjálmur Egilsson er á sama hátt æfur yfir skattahækkunum, sem eru af hinu vonda hjá honum eins og Bjarna Ben o.fl. Vilhjálmur má þó eiga að hann bendir á leið sem hægt er að fara í stað skattahækkana. Hann vill "minnka launakostnað hins opinbera". Minnka launakostnað hins opinbera! Sem þýðir hvað? Á venjulegu mannamáli heitir þetta að hvetja til uppsagna opinberra starfsmanna, - sem svo aftur hefði í för með sér aukið atvinnuleysi og þar af leiðandi auknar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Í hverju felst þá eiginlega lausnin, Villi?

Annar fyllerísfundur erlendis?

Það var merkilegt að fylgjast með andköfum framsóknartvíeykisins í sjónvarpinu mínu í gær, þegar þeir báru Íslendingum boð Norðmanna um 2000 milljarða (íslenskra) króna lán. Þetta hljómaði óneitanlega merkilega, ekki síst þegar því var í þokkabót haldið fram að engin beiðni hefði komið fram frá íslenskum stjórnvöldum til norskra um lán. Passaði nú ekki alveg við það sem vitað var. Enda kemur í ljós að þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur fóru með fleipur. Andateppan var ástæðulaus. Ekkert svona boð hefur komið fram. Annað hvort eru þeir félagar svo slakir í norsku að þeir hafa ekki skilið þar sem sá norski þingmaður sagði við þá eða þá að þeir hafa látið óskhyggjuna ná tökum á sér. Langað að verða boðberar góðra tíðinda og bjarga þjóðinni úr skuldafjötrum. Voru bara of fljótir á sér, einsog framsóknarmanna er stundum háttur.

Aðrir Norðmenn en þessi Miðflokksmaður kannast ekkert við málið.

Þetta minnir óneitanlega á drykkjufundinn fræga í London forðum, þegar Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson skiptust á kjaftasögum við viskídrykkju og Davíð fékk þá flugu í höfuð að Bónus hafi ætlað að múta sér með 300 milljónum.

Framsóknarmennirnir komu þó a.m.k. með hærri upphæð af sínum fundi.


Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband