Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Flísalögn og hagleiksbörn

Ég hef verið að fást við að flísaleggja svalirnar hjá mér, bæði norðan til og sunnan. Þ.e.a.s. ég keypti efnið og það sem við á að éta, en það sannast nú sem svo oft áður að það er gæfa manns eins og mín að eiga handlagin börn með verksvit. Það er frumburður okkar hjóna, HM2 sem sér um framkvæmdina, en ég er meira í að hræra límið og rétta flísar. En það er samt ekki laust við að ég finni til mín í morgunsárið, þegar ég kíki út á svalirnar og sé hvað þetta verður flott þegar ég er búinn troða fúgunni milli flísanna. Sem ég(!) þarf helst að gera áður en við hjónin förum í góðra vina hópi Fjallabaksleið um næstu helgi.

Útskriftarferðir

Hrakfarir - eða öllu heldur fíflaskapur - Verslinga í útskriftarferðinni sinni til útlanda minnir mig á eftirminnilega heimsókn á heilsugæslustöð á Kýpur. Ég hafði orðið fyrir nokkrum áverka á fæti kvöld nokkurt en ákvað að setja bara á hann sótthreinsandi krem og plástur úr farangrinum. Morguninn eftir var sárið orðið þrútið og ljótt svo ég fór á heilsugæslustöðina, þar sem tekið var á móti mér af kýpverskum lækni sem átti ekki orð til að lýsa því hverslags fáráður ég væri, eftir að ég sýndi honum sárið og sagði honum að ég væri bæði á hjarta- og blóðþynningarlyfjum. Þegar hann svo frétti að ég væri kennari datt yfir hann: "You teacher! You very clever, huh?!" hnussaði hann. En eftirminnilegast var þó þegar þjóðerni mitt kom í ljós. "Icelandic! Very good people, Icelandic. Always something wrong!" Þegar ég leitaði skýringa kom í ljós að svo sem hálfum mánuði fyrr hafði hópur af skólafólki verið þar í útskriftarferð og þar var brjálað að gera á heilsugæslustöðinni, sannkallað vertíðarástand. Hópurinn hafði meðal annars tekið á leigu nánast allar skellinöðrurnar og vespurnar á svæðinu og þandi um göturnar í tvímenningi án þess að kunna neitt að ráði á farartækin. Afleiðingin voru eilíf meiðsli og blóðugar og marðar biðraðir á heilsugæslustöðinni. Fyrir auðvitað utan ælupestir og iðraproblem. Very good people, Icelandic. Always something wrong. Gott að það skuli a.m.k. vera ein stétt sem kann að meta íslenska námsmenn í útskriftarferð.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband