Leita í fréttum mbl.is

Jónsmessuhátíð Leirbekkinga

Við Leirbekkingar ætlum að halda Jónsmessuhátíð um helgina, byrjum í kvöld. Í þetta sinn í Tjaldanesi, vestur í Dölum. Í öllu mínu félagsmálavafstri er þetta sennilega skemmtilegasti félagsskapurinn; fyrrverandi íbúar að Leirubakka 32 í Breiðholti. Fólk sem fyrir næstum fjörutíu árum byggði sér íbúð í þessum stigagangi og er enn að hittast. Við byrjuðum snemma að halda Þorrablót, uppskeruhátíðir eftir lóðaslátt og Jónsmessuhátíðir og mynduðum þannig vináttusambönd sem enn haldast. Eigum meira að segja okkar eigin “þjóðsöng”, ortan og samin af tveimur íbúanna, - efast um að hjartnæmar hafi verið fjallað um einn stigagang í Breiðholtinu, - og þótt víðar væri leitað. Þetta verður skemmtileg helgi. Nánar er hægt að kynnast Leirbekkingum og þjóðsöngnum okkar á þessari slóð: http://gamli.ir.is/~hmh/leirubakki.html

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þetta þykir mér ótrúlegt Haukur.

Í mínum stigagangi (göngum) er það nú þannig farið að ef ég voga mér að bjóða góðan daginn (brosandi) á morgnanna er ég drulluhrædd um að vera kærð fyrir kynferðislega áreitni!

Hef ekki hundsvit á hver býr fyrir ofan mig og hef verið hér í tæp 2 ár. Ég er nú aðeins að ýkja þetta... en mikið eru nú tímarnir breyttir.

Heiða Þórðar, 22.6.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband