Leita í fréttum mbl.is

Eðlilegt vinnuumhverfi kennara?

Það hefur vakið nokkurt umtal að kennara í grunnskóla á Seltjarnarnesi hafa verið dæmdar bætur frá móður nemanda síns, eftir að nemandinn hafði slasað kennarann svo mjög að hann er 25% öryrki eftir og hefur ekki getað stundað vinnu sína um nokkurra mánaða skeið. Nemandinn er fatlaður, með Asbergen heilkenni. "Hvernig dettur kennaranum í hug að fara í mál við fatlað barn?" hafa menn spurt og auðvitað er það mögnuð staða sem kennarinn er þarna í. Ég vil spyrja annarrar spurningar: "Hvernig stendur á því að starfsumhverfi kennara er slíkt að vinnuveitandi hans ber enga ábyrgð gagnvart kennaranum á því sem aflaga fer í skólastarfinu?" Fleiri spurningar: "Hvernig stendur á því að skólinn er sýknaður af bótakröfum kennarans á þeirri forsendu að rennihurð sem nemandinn skellti á höfuð kennarans var í lagi? Snýst þetta mál virkilega um bilaða hurð eða hurð í lagi?" Mér finnst þetta mál snúast um starfsaðstöðu kennarans. Kennari verður fyrir alvarlegu slysi í vinnunni, vegna aðstæðna sem ekki eru á neinn hátt honum að kenna og hann getur ekki ráðið við. Og vinnustaðurinn, atvinnurekandinn, er stikk frí. Ef kennarinn hefði ekki verið svo "heppinn" að móðir nemandans er með heimilistryggingu hefði hann gengið bótalaus frá þessu slysi. Sem 25% öryrki með skerta starfsgetu. Þetta er auðvitað galið ástand. Það er lágmarkskrafa að launþegar - opinberir eða á einkamarkaði - njóti slysa- og óhappatryggingar í vinnunni. Raunar ætti það að vera lágmarkskrafa að fyrirtæki og stofnanir séu með þess konar tryggingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki verið meir sammála ágæti flokksbróðir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Það skiptir ekki máli hvort hurðin sé biluð og barnið fatlað, heldur hvar stöndum við starfsfólk og nemendur okkar þegar upp koma slys eins og þessi.

Rósa Harðardóttir, 22.3.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband