Leita í fréttum mbl.is

Fáránleikinn á LSH

Það er búið að vera soldið dapurlegt að fylgjast með þróuninni á LSH, þar sem skurðhjúkrunarfræðingar eru að ganga á dyr. Og næstum fyndið að heyra forstjórana vonast til þess að hjúkrunarfræðingarnir sýni þá samfélagslegu ábyrgð að koma til starfa verði kallað á þá í neyðartilfellum. Í sama knérunn var hoggið þegar vika eða svo var til þess að hjúkrunarfræðingar gengju á dyr; vísað var til ábyrgðartilfinningar hjúkrunarfræðinga gagnvart sjúklingum.

En hvað um ábyrgðartilfinningu stjórnar spítalans? Eða heilbrigðisráðuneytisins? Bera þeir aðilar enga ábyrgð á því ástandi sem komið er upp?

Hefði til dæmis ekki verið eðlilegra ferli að kynna breytingar á vaktakerfi fyrir starfsfólkinu með góðum fyrirvara og reyna um leið að gera samning við hjúkrunarfræðinga um að bæta þeim upp þann tekjumissi sem minnkandi aukavinna hefur í för með sér? Um það snýst jú málið. Öll viljum við stytta vinnutímann, sem á Íslandi hefur jaðrað við brjálsemi, en það verður auðvitað að gerast í takt við hækkað dagvinnukaup. Nógu er nú erfitt að lifa af kaupinu sínu hér á landi með aukavinnunni.

Allt þetta mál er kennsludæmi um það hvernig alls ekki á að vinna að breytingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband