Leita í fréttum mbl.is

Vegna ritstjórnargreinar; þróunaraðstoð eða „útrás“?

Seinni ritstjórnargrein Moggans sl. þriðjudag fjallaði um viðtal við Einar Magnússon lyfjamálastjóra um háttalag lyfjafyrirtækja í Víetnam. Sem er vægast sagt hrollvekjandi og gefur ískyggilega mynd af því hvernig stórfyrirtæki nýta sér bág kjör og aðstæður til að leggja undir sig heilbrigðismarkaðinn; jafnvel beita áróðri til að grafa undan svokölluðum þjóðlegum lyfjum. Afar fróðlegt að lesa og staðfestir verstu grunsemdir okkar sem treystum svona stórhringjum ekki fyrir einu eða neinu.
En það er annað í viðtalinu við Einar sem er byggt á miklum misskilningi og höfundur ritstjórnargreinarinnar tekur undir þann misskilning og heldur honum á lofti. Það er þegar Einar ber saman þróunaraðstoð Dana og Svía. Danir noti þróunaraðstoð til að hygla dönskum fyrirtækjum og aðstoða þau við að koma sér upp mörkuðum. Svíar á hinn bóginn veiti þróunaraðstoð án skilyrða og vinni á forsendum heimamanna. Íslendingar og fleiri þjóðir geti lært af Svíum að greina á milli þróunaaðstoðar og viðskipta.
Þarna fara bæði Einar og höfundur ritstjórnargreinar þriðjudagsins í Mogganum með fleipur, sem ugglaust á sér skýringu í vanþekkingu, þótt iðulega hafi verið hamrað á þessu undanfarið í fjölmiðlum. Íslendingar hafa markað sér skíra stefnu í þróunarsamvinnu; hún er gerð á forsendum heimamanna. Við höfum notað sænsku aðferðina um langt árabil. Danir notuðu þá aðferð líka þar til fyrir nokkrum árum, en breyttu þá um stefnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband