Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól, - og kosningar í vor!

Þá er eiginlega ekki annað eftir, svona rétt áður en jólahátíðin gengur formlega í garð, að óska vinum og öðrum lesendum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þótt erfitt verði.
Eigum við ekki að strengja þess heit að stefna að því að leitast verði við (svo allir fyrirvarar séu notaðir) að kosið verði til Alþingis í vor. Í maí. Tilkynnum kjördag í endaðan febrúar. Þá liggi fyrir að fullu hver viðfangsefni komandi missera verði í uppbyggingu nýs Íslands. Þá geta flokkarnir hver um sig, eða einhverjir í sameiningu, lagt fram galopna og gegnsæa áætlun um hvernig þeir hyggjast vinna úr vandamálunum. Þar með verður lokið tíma lýðskrums og upphrópana og flokkarnir verða að taka sig saman í andlitinu og leggja fram sínar tillögur. Og kjósendur fá að velja þa leið sem þeir vilja fara, - með þeim flokki eða flokkum sem þeir treysta til starfsins. Þetta gildir auðvitað líka um hugsanleg ný framboð.
Svo mætti gjarnan nota tækifærið og leggja fram hugmyndir um breytt skipulag á stjórnkerfinu. Til dæmis að skerpa skilin á milli löggjafarþingsins og framkvæmdavaldsins. Þingmenn segi af sér þingmennsku verði þeir ráðherrar eða - og það er ekki síðra skipulag - að sóttir verði hæfir menn út í samfélagið til að gegna ráðherraembættum. Og svo framvegis, og svo framvegis.
Fínt að eyða jólunum við bóklestur og svona pælingar. GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLD Á NÝJU ÁRI!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband