Færsluflokkur: Dægurmál
17.3.2008 | 12:25
Skrítin myndanotkun í útkallsbók
Fékk mér bók á bókasafninu um daginn, eina úr útkalls-bókaflokkinum. Þessi fjallaði um ásiglingu breskrar freygátu á varðskipið Tý í þorskastríðinu 1975 (minnir mig; búinn að skila bókinni og þá fara hlutir eins og ártöl fljótlega fyrir bí). En það var dálítið skrítin upplifun að lesa þessa bók. Burtséð frá því að þetta hefði verið flott efni fyrir dágóða tímaritsgrein og að það þurfti endalausar endurtekningar á sömu atriðunum upp aftur og aftur og aftur til að koma þessu í bókarlengd (plús mjög skrítnar mannamyndabirtingar á öftustu síðunum), þá sá ég að stór hluti myndanna í bókinni voru frá mér, birtar án míns samþykkis, - án þess ég væri spurður, ef út í það er farið. Ég sumsé fór í þriggja vikna túr með Tý í þessu þorskastríði, fyrir Þjóðviljann sálaða, og átti eftir það mikið filmusafn og mynda- af árekstrum, togvíraklippingum, togurum á veiðum og herskipum að reyna að flækjast fyrir varðskipunum, daglegu lífi um borð o.s.frv. Þetta filmusafn lánaði ég Sveini Sæmundssyni, höfundi ævisögu Guðmundar Kærnested skipherra, þar sem mikið af myndunum birtist; Sveinn skilaði þessu öllu til mín eftir notkun. Höfundur útkalls-flokksins virðist hafa skannað þessar myndir úr bókinni og birtir þær í sinni bók án þess að tala við kóng eða prest. Eru þetta ekki eiginlega dálítið dónaleg vinnubrögð.
(Vil geta þess hér innan sviga að í útkallsbókinni er frásögn Óla Tynes, þá blaðamanns á DV, af ástandinu um borð í bresku freygátunni sem sigldi á Tý, hreint ómetanleg heimild.)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 09:18
Eðlilegt vinnuumhverfi kennara?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2008 | 17:52
Er laus staða sem krefst ekki minnis?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum