22.6.2007 | 09:42
Fín grein hjá Stefáni Jóni
Stefán Jón Hafstein skrifar fína grein og tímabæra í Moggann í morgun, um endalok R-listans sáluga. Þau Svandís Sv. og Steingrímur Joð hafa verið að reyna að þvo hendur vinstri grænna af því máli með því að skrifa söguna eftirá og kenna auðvitað öllum öðrum en sjálfum sér um. Þau sýna réttmæti þess sem sagt hefur verið, að getur verið erfitt að horfast í augu við sjálfan sig, sérstaklega þegar maður er búinn að forklúðra þeirri ímynd sem maður vill skapa af sjálfum sér. Við sem sátum í fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík á liðnum árum vitum hvernig VG virtist vinna markvisst að því að eyðileggja þetta samstarf. Kannski var það ekki síst sú reynsla sem gerði það að verkum að það voru ekki allir áfjáðir í að taka upp samstarf við VG eftir Alþingiskosningarnar, - ég a.m.k. treysti þeim ekki.
Steinunn Valdís boðaði grein um þetta sama efni, - endalok R-listans, - í viðtali við Moggann um daginn; ég er áreiðanlega ekki einn um að bíða í ofvæni.
Steinunn Valdís boðaði grein um þetta sama efni, - endalok R-listans, - í viðtali við Moggann um daginn; ég er áreiðanlega ekki einn um að bíða í ofvæni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Athugasemdir
Tek undir það Stefán er fínn pistlahöfundur og með heilsteyptari stjórnmálamönnum.
Marta B Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.