1.8.2007 | 13:11
Einar Oddur og Baldvin
Í blaðahrúgunni rakst ég á að tveir merkismenn höfðu látist meðan ég var í burtu. Annar var Einar Oddur, stórmerkur stjórnmálamaður sem ég var vissulega sjaldnast sammála en ávann sér orð fyrir hreinskiptni og heiðarleika í starfi. Þjóðarsáttin stendur þar upp úr, þar sem hann ásamt Guðmundi Jaka og Ásmundi Stefánssyni lögðu grunn að þeim stöðugleika sem við þó búum við í dag.
Hinn var gamall kollega og starfsbróðir í Prenthúsi Hafsteins, Baldvin Halldórsson leikari og setjari. Mikill fagmaður í umbroti í gamla blýtrukkinu og ekki síður fagmaður í leiklistinni. Þegar ég var í gamla daga að búa til útvarpsþætti fékk ég hann iðulega til að leggja mér til röddina við upplestur, hvort heldur var um að ræða ljóðlist eða óbundinn texta. Frábær listamaður sem ég fékk því miður ekki tækifæri til að fylgja til grafar vegna fjarveru.
Hinn var gamall kollega og starfsbróðir í Prenthúsi Hafsteins, Baldvin Halldórsson leikari og setjari. Mikill fagmaður í umbroti í gamla blýtrukkinu og ekki síður fagmaður í leiklistinni. Þegar ég var í gamla daga að búa til útvarpsþætti fékk ég hann iðulega til að leggja mér til röddina við upplestur, hvort heldur var um að ræða ljóðlist eða óbundinn texta. Frábær listamaður sem ég fékk því miður ekki tækifæri til að fylgja til grafar vegna fjarveru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Athugasemdir
Einar og Gvendur skildu hvorir annann.
Svo komust menn að því, að hann sagði nánast alltaf satt(ef hann flaskaði, var það vegna þess að hann hafði ekki betri upplýsingar. Hann laug aldrei viljandi) og var gallharður maður orða sinna. HOrskur maður í bestu merkingu þess orðs.
Þið þarna í vinstrinu eruð í villu og svíma, hallaðu þér að hinu mjúka íhaldi, sem var og ætti að vera aðal Sjálfstæðisflokksins.
Ég segi eins og Einar minn Oddur ,,Það eru nefnilega allir sannir Íslendingar Sjálfstæðismenn, þeir fatta það bara ekki sumir"
Kærar kveðjur
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 1.8.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.