21.12.2007 | 18:35
Reynir Traustason nær nýrri lægð
Það var óneitanlega fræðandi að lesa leiðara DV sl. fimmtudag (20. des.), þar sem hann fjallar um Ríkisútvarpið. Oft hafa talsmenn hinna svokölluðu frjálsu fjölmiðla tekið djúpt í árina þegar þeir fjalla um þá skelfilegu stefnu RÚV að halda uppi dagskrá sem áhorfendur kunna að meta og vilja horfa á. En Reynir nær hér nýjum hæðum (eða lægðum; eftir því hvernig á það er litið) í froðufellandi geðvonskukasti. Stór hluti leiðarans er skammir út í Sjálfstæðisflokkinn, sem ég get ekki sagt að ég taki mjög nærri mér. En það er þessi lýsing á dagskrá sjónvarps RÚV, sem eiginlega gerir mann kjaftstopp: "Sápan lekur af flestum dagskrárliðum og sópranósiðferði ræður. Í dag er staðan sú að allt eins væri réttlætanlegt að ríkið stæði að útgáfu Séð og heyrt sem gerir út á skemmtifréttir en á líf sitt undir hinum frjálsa markaði. Ríkisútvarpið er í dag skækja Sjálfstæðisflokksins sem stefnulaus ráfar um lendur íslenskrar pólitíkur og veit ekki muninn á einkarekstri og opinberum. . . ."
Og þetta kemur frá ritstjóra DV.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Af mbl.is
Innlent
- Íslensk stjórnvöld hringi í Trump
- Greina leka úr lofti með hitamyndavélum
- Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
- Skanna bílnúmer á gjaldsvæðum
- Biðlisti eftir íbúðum á Frakkastíg
- Fjárfesting meiri en sem nemur hagnaði
- Leit hætt við Ægisíðu
- Umræðum frestað: Gögnum ábótavant
- Grunnskólabörn í útigangi og sækja ekki skóla
- Viðbragðsaðilar við Ægisíðu
Erlent
- Undirbúa aðgerðir gagnvart Bandaríkjunum
- Kanadamenn svara með 25% tolli
- Segir Bandaríkin skuldbundin NATO
- Börnin sváfu í brennandi húsinu
- Slæmt ástand í borginni: Kastar upp vegna lyktar
- Ungverjar draga aðildina til baka
- Tala látinna í Mjanmar komin yfir þrjú þúsund
- Enginn vinnur í viðskiptastríði
- Mikið áfall fyrir hagkerfi heimsins
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
Viðskipti
- Íslenski hlutabréfamarkaðurinn skelfur
- Væntingar fyrir uppgjör Alvotech voru miklar
- Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun
- Nær 100 tonn af hrossakjöti
- Hertz tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty
- Sveinn ráðinn verkefnastjóri
- Tvöfalt hærra auðlindagjald en mögulegur tollakostnaður
- Hlutabréfaverð féll eftir tollatilkynningu Trumps
- Hringl í útgjaldamálunum á Íslandi
- Harpa var arðbær fjárfesting
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.