Leita í fréttum mbl.is

Reynir Traustason nær nýrri lægð

Það var óneitanlega fræðandi að lesa leiðara DV sl. fimmtudag (20. des.), þar sem hann fjallar um Ríkisútvarpið. Oft hafa talsmenn hinna svokölluðu frjálsu fjölmiðla tekið djúpt í árina þegar þeir fjalla um þá skelfilegu stefnu RÚV að halda uppi dagskrá sem áhorfendur kunna að meta og vilja horfa á. En Reynir nær hér nýjum hæðum (eða lægðum; eftir því hvernig á það er litið) í froðufellandi geðvonskukasti. Stór hluti leiðarans er skammir út í Sjálfstæðisflokkinn, sem ég get ekki sagt að ég taki mjög nærri mér. En það er þessi lýsing á dagskrá sjónvarps RÚV, sem eiginlega gerir mann kjaftstopp: "Sápan lekur af flestum dagskrárliðum og sópranósiðferði ræður. Í dag er staðan sú að allt eins væri réttlætanlegt að ríkið stæði að útgáfu Séð og heyrt sem gerir út á skemmtifréttir en á líf sitt undir hinum frjálsa markaði. Ríkisútvarpið er í dag skækja Sjálfstæðisflokksins sem stefnulaus ráfar um lendur íslenskrar pólitíkur og veit ekki muninn á einkarekstri og opinberum. . . ."
Og þetta kemur frá ritstjóra DV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband