21.12.2007 | 18:35
Verðmæt reynsla hjá Birni Bjarnasyni
Best að taka það fram strax: Ég er ekki sammála því að börn eða önnur skyldmenni stjórnmálamanna og annarra valdamanna séu átómatískt útilokuð frá embættaveitingum, hafi þeir í ríkum mæli til þess þá eiginleika sem embættið krefst. En er þetta ekki einum of gróft? Árni Mathiesen skipar aðstoðarmann Björns Bjarnasonar, son Davíðs Oddssonar, í embætti þótt þrír umsækjenda um embættið hafi verið metnir hæfari en hann. Bítur síðan höfuðið af skömminni með því að halda því fram að reynslan sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar vegi þungt í vali hans. Annað hvort er Árni Mathiesen húmoristi af guðsnáð eða gjörsamlega laus við að kunna að skammast sín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.