30.4.2008 | 12:43
Fáránleikinn á LSH
Það er búið að vera soldið dapurlegt að fylgjast með þróuninni á LSH, þar sem skurðhjúkrunarfræðingar eru að ganga á dyr. Og næstum fyndið að heyra forstjórana vonast til þess að hjúkrunarfræðingarnir sýni þá samfélagslegu ábyrgð að koma til starfa verði kallað á þá í neyðartilfellum. Í sama knérunn var hoggið þegar vika eða svo var til þess að hjúkrunarfræðingar gengju á dyr; vísað var til ábyrgðartilfinningar hjúkrunarfræðinga gagnvart sjúklingum.
En hvað um ábyrgðartilfinningu stjórnar spítalans? Eða heilbrigðisráðuneytisins? Bera þeir aðilar enga ábyrgð á því ástandi sem komið er upp?
Hefði til dæmis ekki verið eðlilegra ferli að kynna breytingar á vaktakerfi fyrir starfsfólkinu með góðum fyrirvara og reyna um leið að gera samning við hjúkrunarfræðinga um að bæta þeim upp þann tekjumissi sem minnkandi aukavinna hefur í för með sér? Um það snýst jú málið. Öll viljum við stytta vinnutímann, sem á Íslandi hefur jaðrað við brjálsemi, en það verður auðvitað að gerast í takt við hækkað dagvinnukaup. Nógu er nú erfitt að lifa af kaupinu sínu hér á landi með aukavinnunni.
Allt þetta mál er kennsludæmi um það hvernig alls ekki á að vinna að breytingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.