Leita í fréttum mbl.is

Merkisáriđ 2008

Ég var ađ átta mig á ţví ađ áriđ í ár er merkisár, hvorki meira né minna. Ţađ eru fimmtíu ár síđan fyrsti árgangurinn var útskrifađur í Gagnfrćđaskólanum viđ Réttarholtsveg, Gaggó Rétt. Ţar međ eru líka fimmtíu ár síđan ég hóf sjómennskuferil (fyrsta brottför 16. maí 1958) sem međ tímanum átti ađ leiđa til skipstjórnar á togara; ţar međ einnig fimmtíu ár síđan ég byrjađi ađ reykja, ţví í ţann tíđ reyktu togarajaxlar, filterlausan Camel vel ađ merkja. Fimmtíu ár líka frá ţví ég smakkađi áfengi í fyrsta sinn, en ég var óttalegur eymingi í ţví fyrstu árin; ţađ breyttist og svo breyttist ţađ aftur til betra horfs. Og í ár, 24. apríl meira ađ segja, voru tuttugu ár síđan ég hćtti ađ reykja; ţađ var í 60 ára afmćlisveislunni hans Erlings Viggóssonar sem ég var tóbakslaus í fyrsta sinn í ţrjátíu ár og hefur ekki langa í tóbak allar götur síđan. Alveg satt.

Ég ćtla ekki ađ halda upp á reykingarnar eđa áfengiđ eđa sjómennskuna sem varđ hvort eđ er endaslepp vegna bágrar sjónar (ţađ var bannađ ađ nota gleraugu ef mađur ćtlađi í Stýrimannaskólann; ţar fór ţađ), en ég ćtla ađ halda upp á útskriftina úr Gaggó Rétt međ skólafélögunum og ég ćtla ađ hjálpa félaga Erlingi Viggóssyni ađ halda upp á áttrćđisafmćliđ 1. maí. Ţar verđur örugglega gaman og fullt af fólki sem mađur hefur ekki séđ árum saman.

Hljómar ţetta ekki soldiđ aldrađ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband