Leita í fréttum mbl.is

Hugsanir og orð

Ég er viss um að hann Grímur Atlason kom (í bloggi sínu á Eyjunni í gær) í orð hugsunum fjölmargra Samfylkingarmanna þessa dagana. Við horfum með skelfingu á þá staðreynd að ekki virðist nokkur möguleiki að hreinsa til í fjármálageiranum; tregða Sjálfstæðismanna til mannabreytinga er (búið) að gera Íslendinga að aðhlátursefni meðal siðaðra þjóða. Maður veltir fyrir sér hvaða tök Seðlabankastjóri eiginlega hefur á forsætisráðherranum. Það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð Gríms í opnu bréfi til Ingibjargar Sólrúnar:

"Þjóðin bíður eftir að leiðtoginn standi upp og taki kúrsinn þannig að við getum fylkst að baki honum. Þú ert leiðtoginn og þú verður að axla þá ábyrgð. Þetta þarftu að gera (við erum öll með þér):
a)    Slíttu stjórnarsamstarfinu og vertu í forsæti minnihlutastjórnar fram að kosningum í vor. Vei, þeim sem ekki verja þá stjórn falli.
b)    Fáðu alþjóðlega sérfræðinga strax til að rannsaka hrunið – ekki skilgreina um of hvað skal kanna því það getur hamlað rannsókninni.
c)    Skiptu út í stjórnum fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Fagaðilar að borðinu.
d)    Leggðu það í dóm kjósenda í næstu kosningum hvort sækja eigi um aðild að ESB.

Að afloknum kosningum verður það vonandi hlutverk Samfylkingarinnar að leiða þjóðina fram á veginn. Stefnuskráin fyrir síðustu kosningar er ágætur leiðarvísir til þess.

Verði ekki gripið til þessara aðgerða næstu daga óttast ég að skaði íslensku þjóðarinnar verði enn meiri en nú er orðið. Vanhæfir þátttakendur og gerendur hrunsins eru enn við völd og störf í hinum ýmsu stofnunum og þá verður að stöðva. Það verður ekki gert með neinu öðru en að losna við þá gerspilltu valdaklíku sem við leiddum til áframhaldandi valda eftir síðustu kosningar."

Við þetta er svosem engu að bæta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband