Leita í fréttum mbl.is

Ráðherraskipti? Nei takk!

Er hún ekki á villigötum þessi umræða um ráðherraskipti, a.m.k. sá hluti hennar sem snýr að Samfylkingunni? Jón Gunnarsson, "týndi þingmaðurinn", setti fram þá kröfu að Björgvin G. og Þórunn Sveinbjarnar láti af ráðherradómi. Ástæðan? Þau hafa sett fram þá skoðun að kosningar gætu verið æskilegar á næsta ári. Þessi krafa Jóns á svo arfavitlausu forsendum hefur síðan endurómað í gagnrýnislitlum fjölmiðlum.

(Innan sviga verður að halda því til haga að það þykir ekki við hæfi að ráðherrar hafi skoðun á þeim málum sem eru í umræðunni á hverjum tíma, a.m.k. eru sjálfstæðismenn óskaplega viðkvæmir gagnvart þeim ósið Samfylkingarráðherra að lýsa skoðunum sínum. Þeir (sjálfstæðismenn altso) eru orðnir svo viðkvæmir að farið er að nálgast viðkvæmni framsóknarmanna á síðustu misserum síðustu ríkisstjórnar.)

Það er alveg hugsanlegt að rétt hefði verið af Björgvin G. að segja af sér við hrun bankakerfisins. Ekki vegna þess að hann prívat og persónulega væri sekur um embættisafglöp af neinu tagi, heldur til að axla ábyrgð sem ráðherra bankamála. Líklega hefði hann þá stigið til hliðar með sóma og staðið sterkari eftir. En ég segi "hugsanlega" og er ekki sannfærður um að þetta hefði verið rétt skref; er eiginlega frekar vaklandi í málinu. Að minnsta kosti teldi ég að ef ráðherra bankamála hefði axlað sín skinn vegna hrunsins þá hefði ráðherra fjármála orðið að gera það líka, annað hefði verið fráleitt. En ég teldi það fráleitt að skipta Björgvin út núna. Of langt er liði frá hruninu og brottvikning hans úr embætti hefði aðeins á sér yfirbragð kattarþvottar; slíkt væri í besta falli aðhlátursefni.

Að setja Þórunni Sveinbjarnardóttur til hliðar væri fullkomið glapræði. Þórunn er fyrsti umhverfisráðherrann sem ég man eftir sem hefur borið hag umhverfisins - náttúrunnar - fyrir brjósti. Sem er akkúrat það sem þessi ráðherra á að gera. Í fyrsta sinn hafa stóriðjufurstar og virkjanagreifar orðið að lúta leikreglum. Þeir hafa vissulega verið fúlir og þá ekki síður íbúar þeirra svæða sem töldu sig geta gengið áhyggjulaust að virkjunum og verksmiðjubyggingum heima í héraði. Þannig að Þórunn hefur ekki verið að afla sér eintómra vinsælda alls staðar, en það er heldur ekki hlutverk ráðherra. Þeir eiga að sjá svo um að farið sé eftir lögum og leikreglum, og það hefur Þórunn gert með sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband