Leita í fréttum mbl.is

Fordæmum fjöldamorðin; mætum á fundinn á Lækjartorgi í dag kl. 16,00

Það fór eins og mig grunaði og ég hef skrifað um áður; alþjóðasamfélagið bregst núna eins og alltaf þegar Ísraelsríki fremur fjöldamorð á Palestínumönnum. Jafnvel núna, þegar Ísrael hefur meira að segja farið framúr sjálfu sér í morðum á óbreyttum borgurum og hyggst halda ótrautt áfram. Þjóðarleiðtogar "lýsa yfir áhyggum sínum af ástandinu". Ef eitthvert annað ríki ætti hér hlut að máli væri búið að samþykkja fordæmingu í Öryggisráði Sþ, jafnvel hóta viðskiptabanni og frystingu inneigna í erlendum bönkum. En Ísraelsríki er friðhelgt undir verndarvæng Bandaríkjanna og afskiptaleysi Evrópusambandsins. Kvartettinn svokallaði er bara sjúklegur brandari sem ekki er ætlað annað hlutverk en sýndarmennsku.

Suður-Afríka var á sínum tíma einangruð með viðskiptabanni, sem fól í sér banni við hvers konar samskiptum við ríkið; menningarlegum og viðskiptalegum, þ. á m. var landið útilokað frá íþróttamótum. Þannig tókst að brjóta aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans á bak aftur. Hvers vegna ættum við ekki að nota þessa aðferð við Ísraelsríki?

Ríkisstjórn Íslands ætti að móta sér þá stefnu að hinn siðmenntaði heimur hafnaði á sama hátt samskiptum við Ísrael. Hún ætti að kynna þessa stefnu sínu á alþjóðavettvangi og afla henni fylgis. Að hafa áhyggjur gerir ekkert, en sú skilyrðislausa fordæming sem samskiptabann við Ísrael hefði í för með sér gæti vakið nauðsynlegt umtal.

Í dag kl. 16,00 heldur Félagið Ísland-Palestína útifund á Lækjartorgi til að mótmæla grimmdarverkum Ísraelsmanna á Gazasvæðinu. Mætum þar og sýnum í verki þá fyrirlitningu sem við höfum á hryðjuverkum Ísraelsríkis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband