30.12.2008 | 12:43
Fordæmum fjöldamorðin; mætum á fundinn á Lækjartorgi í dag kl. 16,00
Það fór eins og mig grunaði og ég hef skrifað um áður; alþjóðasamfélagið bregst núna eins og alltaf þegar Ísraelsríki fremur fjöldamorð á Palestínumönnum. Jafnvel núna, þegar Ísrael hefur meira að segja farið framúr sjálfu sér í morðum á óbreyttum borgurum og hyggst halda ótrautt áfram. Þjóðarleiðtogar "lýsa yfir áhyggum sínum af ástandinu". Ef eitthvert annað ríki ætti hér hlut að máli væri búið að samþykkja fordæmingu í Öryggisráði Sþ, jafnvel hóta viðskiptabanni og frystingu inneigna í erlendum bönkum. En Ísraelsríki er friðhelgt undir verndarvæng Bandaríkjanna og afskiptaleysi Evrópusambandsins. Kvartettinn svokallaði er bara sjúklegur brandari sem ekki er ætlað annað hlutverk en sýndarmennsku.
Suður-Afríka var á sínum tíma einangruð með viðskiptabanni, sem fól í sér banni við hvers konar samskiptum við ríkið; menningarlegum og viðskiptalegum, þ. á m. var landið útilokað frá íþróttamótum. Þannig tókst að brjóta aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans á bak aftur. Hvers vegna ættum við ekki að nota þessa aðferð við Ísraelsríki?
Ríkisstjórn Íslands ætti að móta sér þá stefnu að hinn siðmenntaði heimur hafnaði á sama hátt samskiptum við Ísrael. Hún ætti að kynna þessa stefnu sínu á alþjóðavettvangi og afla henni fylgis. Að hafa áhyggjur gerir ekkert, en sú skilyrðislausa fordæming sem samskiptabann við Ísrael hefði í för með sér gæti vakið nauðsynlegt umtal.
Í dag kl. 16,00 heldur Félagið Ísland-Palestína útifund á Lækjartorgi til að mótmæla grimmdarverkum Ísraelsmanna á Gazasvæðinu. Mætum þar og sýnum í verki þá fyrirlitningu sem við höfum á hryðjuverkum Ísraelsríkis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Af mbl.is
Innlent
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.