22.1.2009 | 08:04
Magnaður fundur
"Það á að tilkynna Geirt það strax í fyrramálið að stjórnarsamstarfinu sé lokið, mynda nýjan þingmeirihluta til að vinna fram að kosningum og kjósa ekki síðar en í maí." Þetta er nokkurn veginn sú afstaða sem fundur Samfylkingarinnar í Reykjavík tók í gærkvöldi, á mögnuðum fundi og fjölmennum. Ég held ég hafi ekki verið á magnaðri fundi á allri minni fundasæknu ævi. Þjóðleikhúskjallarinn troðfullur og hrópandi ungmenni neðan af Austurvelli meðan beðið var eftir að fundurinn hæfist. Það var eftirtektarvert að ungmennin (því þetta voru eintóm unglingar á menntaskólaaldri) þögnuðu og fóru flest út fyrir þegar fundurinn hófst. Nokkur urðu eftir og tóku þátt í klappi fundarmanna undir ræðum.
Enginn hörgull var á ræðumönnum í almennum umræðum eftir að Lúðvík og Mörður höfðu lokið fínum framsöguræðum. Allir á sama máli; ríkisstjórnin missti í raun umboðið í byrjun október; við eigum að rjúfa stjórnarsamstarfið eigi síðar en strax og kjósa ekki seinna en í byrjun maí. Jafnvel fyrr, sögðu sumir.
Þessi fundur undirstrikaði fyrir mér þá óánægju sem er undirliggjandi í flokknum. Ekki aðeins í Reykjavík heldur út um land; Kópavogsfélagið samþykkti stuðning við ályktun fundarins í þá veru strax í gærkvöldi og ég er viss um að slíkar yfirlýsingar eiga eftir að verða fleiri.
Það var svo karnivalstemning úti fyrir Þjóðleikhúsinu þegar fundinum lauk; rauðir logar brunnu og rauðir fánar bærðust. Trommur börðu taktinn þegar hópurinn söng "Áfram Ísland".
Frábær fundur og niðurstaða við hæfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.