23.1.2009 | 14:29
Óska Geir gæfu og gengis
Þetta er hálfsúrrealískur dagur, súrrealískir tímar kannski. Yfirlýsing Geirs Haarde um illkynja æxli í vélinda er mikið áfall, ekki aðeins fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar sem höggið hlýtur þó að vera þyngst, heldur ekki síður fyrir landsmenn. Hversu ósammála sem maður er Geir Haarde í stjórnmálum þá eru svona fréttir auðvitað ekki það sem maður óskar að fá. Ég óska Geir svo sannarlega gæfu og gengis í baráttu hans við sjúkdóminn og vona að hann sigrist á veikindunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.