25.1.2009 | 17:26
Tekur Geir til hjá sér?
Afsögn Björgvins G. er tímamótagerningur, hvort sem mönnum finnst hún koma of seint eða ekki. Mér finnst Björgvin maður að meiri eftir hana. Það athyglisverða í máli hans, þegar hann kynnti ákvörðun sína, var þó að hann hvatti í raun forsætisráðherra til að taka einnig til í sínum ranni, þ.e. í Seðlabankanum og jafnvel í fjármálaráðuneytinu. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort Davíð hafi virkilega það hreðjartak á forsætisráðherra og raunar forystu Sjálfstæðisflokksins allri að hann verði látinn sitja áfram eins og ekkert sé. Þjóðin mun fylgjast gaumgæfilega með málinu; nú reynir á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.