Leita í fréttum mbl.is

Ísland 2009

Ísland 2009 slettist framan í andlitið á mér í dag. Viðurkenni að ég hafði ekki áttað mig á þessum hluta hluta fyrr. Við hjón erum að fara til að eyða páskunum hjá dóttur og dótturdóttur í Drammen og ég skaust inn í bankaútibú í Kringlunni og sagði rétt sisona að ég ætlaði að fá þúsund norskar krónur. "Ertu með farmiðann?" spurði gjaldkerinn. Þegar hún sá furðusvipinn á mér sagði hún að svona gengju málin fyrir sig í dag; maður kemur með farseðilinn og fær þá gjaldeyri eftir að gjaldkerinn hefur skráð hjá sér upplýsingar af seðlinum. Þetta heita svo sannarlega gjaldeyrishöft. Ég held ég sé að ná mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband