Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Einar Oddur og Baldvin

Í blađahrúgunni rakst ég á ađ tveir merkismenn höfđu látist međan ég var í burtu. Annar var Einar Oddur, stórmerkur stjórnmálamađur sem ég var vissulega sjaldnast sammála en ávann sér orđ fyrir hreinskiptni og heiđarleika í starfi. Ţjóđarsáttin stendur ţar upp úr, ţar sem hann ásamt Guđmundi Jaka og Ásmundi Stefánssyni lögđu grunn ađ ţeim stöđugleika sem viđ ţó búum viđ í dag.
Hinn var gamall kollega og starfsbróđir í Prenthúsi Hafsteins, Baldvin Halldórsson leikari og setjari. Mikill fagmađur í umbroti í gamla blýtrukkinu og ekki síđur fagmađur í leiklistinni. Ţegar ég var í gamla daga ađ búa til útvarpsţćtti fékk ég hann iđulega til ađ leggja mér til röddina viđ upplestur, hvort heldur var um ađ rćđa ljóđlist eđa óbundinn texta. Frábćr listamađur sem ég fékk ţví miđur ekki tćkifćri til ađ fylgja til grafar vegna fjarveru.

Seinar vangaveltur ujm Lúkasarmál

Ég hef veriđ ađ flétta í gegnum blađahrúguna eftir ađ heim kom og séđ margt, bćđi dapurlegt og skemmtilegt. Veit eiginlega ekki hvar á ađ flokka ţađ leikhús fáránleikans sem varđ til í kringum hundinn Lúkas. Kannski er ţađ bara dapurlegt hvernig hćgt er ađ spana hóp fólks í múgsefjunarćđi međ einnisaman fullyrđingu eđa getsökum; hafa af ungum manni vinnuna međ ásökunum sem ekki er einu sinni sýnt fram á ađ eigi sér forsendur. Ćtli eigandi hundsins hafi beđiđ unga manninn afsökunar?

Tyrkneskur hiti - íslenskur kuldi

Ég er ekki frá ţví ţađ hafi veriđ lítt dulinn illkvittnishreimur í rödd flugstjórans ţegar hann sagđi okkur frá ţví rétt fyrir lendingu ađ hitinn í Keflavík vćri 7 gráđur ţarna í morgunsáriđ. En stjórinn var útlendingur og kannski hef ég bara ekki fattađ hreiminn alveg. En ađ fara úr 40 gráđu međaltalshita undanfarnar ţrjár vikur í 7 gráđur er dálítiđ áfall. Ekki minna áfall ađ bíllinn minn á langtímastćđinu var međ hrímađa framrúđu! Og ég í sandölum á tánum og tébol! Kallar nćstum á áfallahjálp.
En ég er ekki frá ţví ađ loftiđ hérna uppfrá sé soldiđ ţćgilegra til innöndunar en síđdegisloftiđ í Marmaris, sem ţó er međ frábćrustu stöđum. Hćsta talan á hitamćlum götunnar sem viđ frú Erla sáum var 46 gráđur og ţađ var bara frábćrt, ţótt heitt vćri. Ţarna eyddum viđ hjón ţremur vikum á síđasta ári og aftur núna um daginn og ekkert hafđi breyst nema til batnađar. Ég mćli međ ţessum stađ fyrir hvern ţann sem vill eiga gott sumarleyfi.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband