Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
27.9.2007 | 12:57
Hver eru frumgildi samfélagsins?
Hvað er eiginlega í gangi hjá lögreglunni? Þarf ekki að fara slá á hendurnar á þeim yfirvöldum sem krefjast þess að persónu sé vísað úr landi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun? Er ekki allt í lagi hjá þeim borðalagða ríkislögreglustjóra?
Samkvæmt fréttum er krafa lögreglunnar byggð á því að þessi Miriam hafi fengið greiðslu fyrir að stunda mótmæli, hún hafi stofnað lífi og limum fólks í hættu og - og það er magnaðasta forsendan - að hún hafi brotið "gegn frumgildum samfélagsins". Þetta með greiðsluna er réttlætt með frétt í RÚV sem aftur byggðist á grínauglýsingu í Fréttablaðinu. Að sögn ógnaði hún lífi og limum fólks þegar hún klifraði upp í mastur eða bómu til að festa mótmælaborða. Við það athæfi var hún sjálf í öryggislínu og enginn nálægur til að geta orðið fyrir hnjaski, á limum eða lífi. Þessar ásakanir byggja því á ákaflega hæpnum forsendum. Þá eru frumgildin eftir . . .
Hver eru frumgildi íslensks samfélags? Tjáningarfrelsi er talið vera eitt grundvallaratriði í mannréttindum sérhvers lýðræðisríkis; er það eitt af frumgildunum sem þessi Miriam hefur unnið gegn? Annar þáttur þessara frumgilda er málfrelsi; hefur hún unnið gegn því? Maður hlýtur að krefjast þess að lögreglan skýri það fyrir almenningi gegn hvaða grunngildum þessi stúlka hefur brotið.
Gæti það verið að eitt af frumgildunum sé að einstaklingar skuli ekki mótmæla því sem þeir eru á móti? Af einhverjum ástæðum virðist lögreglan vera á þeirri skoðun að mótmæli séu glæpur þótt friðsamleg séu.
Vinsamlegast skýrið þetta fyrir okkur sem eru dálítið áttavillt í öllu þessu standi.
Kannski er rétt að taka það fram að ég þekki hvorki haus né sporð á þessari bresku stúlku, - en ég lít svo á að rétturinn til að mótmæla sé eitt af frumgildum samfélagsins.
23.9.2007 | 11:29
Til hamingju með Astrópíu
Næst á dagskrá eru Veðramót.
23.9.2007 | 11:17
Kímnigáfa Davíðs ræður ekki lengur
En maður hlýtur að spyrja sjálfan sig: Er hægt að komast að einhverri annarri niðurstöðu ef litið er í kringum sig með eugun sæmilega opin?
22.9.2007 | 18:33
Sollu fyrir Condý? Dream on!
Ég las einhvers staðar að í næstu viku myndi Ingibjörg Sólrún hitta Condoleezzu Rice á fundi. Svona er það; þegar maður er ráðherra ræður maður ekki endilega við hvern maður talar. En þetta minnti mig á að ég var að lesa amerískan fréttavef um daginn, um það þegar Íslendingar kölluðu heim lið sitt frá Írak. Í athugasemdum um fréttina gerðu menn góðlátlegt grín að fjölmenni íslenska liðsins og áhrifum þess í "uppbyggingar"ferlinu. Auk þess að gera dálítið grín af forsetanum sínum:
"Dang....... I wish I could hear Bush mangle that Foreign Minister's name...."
Annar lagði fram fróma ósk og skiljanlega:
"I wonder if our Icelandic friends would be willing to trade Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for Condaleeza Rice? We would be happy to throw in Doug Feith and draft choices to be named later."
Þetta er vissulega skiljanleg bón, en sorrí vinir vorir í vestri, ekki glæta.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum