Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
13.6.2008 | 14:36
Bregst nú krosstré
Þetta er þungbær játning, en ég verð samt að viðurkenna það: Mér finnst gaman að hlusta á umræður um fótbolta. Á það jafnvel til að horfa á næstum heila leiki bara til að geta verið með á nótunum þegar Þorsteinn Joð og viðmælendur hans hverju sinni spjalla að leiknum loknum. Ekki svo að skilja; ég er ekki antisportisti af hugsjón og reyni meira að segja að halda mér í formsvotti, en knattspyrna hefur aldrei verið málið. Aldrei átt uppáhaldslið hér á landi eða erlendis, glotti í fjarlægð yfir trúarbragðastyrjöldum aðdáendahópa ensku klúbbanna og vorkenni þessum greyum. En þættirnir hans Þorsteins Joð eru bara svo skemmtilegir að maður eiginlega verður að horfa, - og ekki sakar að viðmælendurnir eru gjarnan úr einhverjum alltöðrum geira en fótbolta og ræða af aðdáanlegri kaldhæðni og húmor um leikina. Toppurinn hingað til voru Kristrún Heimisdóttir og einhver aðdáandi Ítalíu (man ekki hvað hann heitir, en hann var góður). Þau voru mögnuð. Vegna þessara þátta Þorsteins Joð er jafnvel hægt að fyrirgefa fréttatilflutning og Kastljósleysi. Þetta átti fyrir manni að liggja!
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum