Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
2.10.2009 | 09:47
Lækka launakostnað hins opinbera!
1.10.2009 | 12:46
Annar fyllerísfundur erlendis?
Það var merkilegt að fylgjast með andköfum framsóknartvíeykisins í sjónvarpinu mínu í gær, þegar þeir báru Íslendingum boð Norðmanna um 2000 milljarða (íslenskra) króna lán. Þetta hljómaði óneitanlega merkilega, ekki síst þegar því var í þokkabót haldið fram að engin beiðni hefði komið fram frá íslenskum stjórnvöldum til norskra um lán. Passaði nú ekki alveg við það sem vitað var. Enda kemur í ljós að þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur fóru með fleipur. Andateppan var ástæðulaus. Ekkert svona boð hefur komið fram. Annað hvort eru þeir félagar svo slakir í norsku að þeir hafa ekki skilið þar sem sá norski þingmaður sagði við þá eða þá að þeir hafa látið óskhyggjuna ná tökum á sér. Langað að verða boðberar góðra tíðinda og bjarga þjóðinni úr skuldafjötrum. Voru bara of fljótir á sér, einsog framsóknarmanna er stundum háttur.
Aðrir Norðmenn en þessi Miðflokksmaður kannast ekkert við málið.
Þetta minnir óneitanlega á drykkjufundinn fræga í London forðum, þegar Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson skiptust á kjaftasögum við viskídrykkju og Davíð fékk þá flugu í höfuð að Bónus hafi ætlað að múta sér með 300 milljónum.
Framsóknarmennirnir komu þó a.m.k. með hærri upphæð af sínum fundi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum