Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ísland 2009

Ísland 2009 slettist framan í andlitið á mér í dag. Viðurkenni að ég hafði ekki áttað mig á þessum hluta hluta fyrr. Við hjón erum að fara til að eyða páskunum hjá dóttur og dótturdóttur í Drammen og ég skaust inn í bankaútibú í Kringlunni og sagði rétt sisona að ég ætlaði að fá þúsund norskar krónur. "Ertu með farmiðann?" spurði gjaldkerinn. Þegar hún sá furðusvipinn á mér sagði hún að svona gengju málin fyrir sig í dag; maður kemur með farseðilinn og fær þá gjaldeyri eftir að gjaldkerinn hefur skráð hjá sér upplýsingar af seðlinum. Þetta heita svo sannarlega gjaldeyrishöft. Ég held ég sé að ná mér.

Þvæla hjá Kolbrúnu Stefáns

Var að horfa og hlusta á kynninguna í Kraganum í sjónvarpinu. Fyrir utan að vera að því kominn að vorkenna Bjarna Benediktssyni fyrir það hlutverk sem hann hefur tekið að sér er ég eiginlega alveg gáttaður á að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega skuli láta frá sér aðra eins þvælu og Kolbrún Stefánsdóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins. Hún fullyrti ítrekað að ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndum við missa öll yfirráð yfir auðlindum okkar. Gerði jafnvel lítið úr hugmyndum Samfylkingarinnar um innköllun aflaheimilda á löngum tíma vegna þess að flokkurinn vildi á sama tíma ganga í ESB og þá skipti engu hvað við vildum; Brussel myndi taka yfir stjórnina og við hefðum ekkert um fiskimiðin að segja.
Það hlýtur að vera einhvers konar áfellisdómur yfir málflutningi Samfylkingarinnar að ekki skuli vera búið að koma staðreyndunum um þetta inn í allan almenning. Þessi fullyrðing er nefnilega röng. Úthlutun veiðiheimilda innan ESB byggist á veiðireynslu. Og veiðireynslu innan íslenskrar lögsögu hafa engir nema Íslendingar. Sem þýðir að Íslendingar sitja að öllum veiðum innan lögsögunnar og engum kvóta yrði úthlutað til annarra og Íslendingar myndu sjálfir ráða því hvaða stjórnkerfi myndi ríkja yfir fiskveiðunum.
Hitt er svo annað mál, - og sýnir alvarleika þess málþófs sem nú er iðkað af Sjálfstæðismönnum á Alþingi fyrir atbeina LÍÚ, - að það er úrlausnarefni okkar sjálfra að þjóðareign fiskistofnanna sé ótvíræð fyrir inngöngu í ESB.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband