Leita í fréttum mbl.is

Frábær helgi í Tjaldanesi

Helgin varð eins og til var sáð; frábær. Veðrið, staðurinn og félagsskapurinn. Skruppum að Reykhólum, þar sem frú Erla sá sundlaugina sem hun lærði að synda í níu ára gömul uppúr miðri síðustu öld; send þangað úr heimahögunum í Flatey. Síðan hafði fundum þeirra ekki borið saman. Hún - sundlaugin - hafði eitthvað skroppið saman miðað við minninguna. Frá Reykhólum sást Snæfellsjökull handa Breiðafjarðarins í sólskininu og ekki skýhnoðri á himni. Nett nostalgíukast hjá þeim sem voru alin upp á þessum slóðum (frú Erla og Vilhelmína Þór). Við hin dáðumst að umhverfinu, skoðuðum Grundará, þar sem "lækur tifar létt um máða steina" (Sigurður Elíasson orti þetta kvæði um akkúrat þessa á) og dáðumst í fram og til bakaleiðunum að Barmahlíð "hjalla meður græna". Ég hef ekki fyrr áttað mig á þessum hjöllum. Frábært, - og þriðja kynslóð Leirbekkinga að koma til leiks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband