Leita í fréttum mbl.is

Útskriftarferðir

Hrakfarir - eða öllu heldur fíflaskapur - Verslinga í útskriftarferðinni sinni til útlanda minnir mig á eftirminnilega heimsókn á heilsugæslustöð á Kýpur. Ég hafði orðið fyrir nokkrum áverka á fæti kvöld nokkurt en ákvað að setja bara á hann sótthreinsandi krem og plástur úr farangrinum. Morguninn eftir var sárið orðið þrútið og ljótt svo ég fór á heilsugæslustöðina, þar sem tekið var á móti mér af kýpverskum lækni sem átti ekki orð til að lýsa því hverslags fáráður ég væri, eftir að ég sýndi honum sárið og sagði honum að ég væri bæði á hjarta- og blóðþynningarlyfjum. Þegar hann svo frétti að ég væri kennari datt yfir hann: "You teacher! You very clever, huh?!" hnussaði hann. En eftirminnilegast var þó þegar þjóðerni mitt kom í ljós. "Icelandic! Very good people, Icelandic. Always something wrong!" Þegar ég leitaði skýringa kom í ljós að svo sem hálfum mánuði fyrr hafði hópur af skólafólki verið þar í útskriftarferð og þar var brjálað að gera á heilsugæslustöðinni, sannkallað vertíðarástand. Hópurinn hafði meðal annars tekið á leigu nánast allar skellinöðrurnar og vespurnar á svæðinu og þandi um göturnar í tvímenningi án þess að kunna neitt að ráði á farartækin. Afleiðingin voru eilíf meiðsli og blóðugar og marðar biðraðir á heilsugæslustöðinni. Fyrir auðvitað utan ælupestir og iðraproblem. Very good people, Icelandic. Always something wrong. Gott að það skuli a.m.k. vera ein stétt sem kann að meta íslenska námsmenn í útskriftarferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband