Leita í fréttum mbl.is

Fáránleg hugmynd en verður áreiðanlega ofaná

Sú hugmynd, að gera Tony Blair að leiðandi manni í svokölluðu "friðarferli" fyrir botni Miðjarðarhafs, er svo vitlaus að hún er ekki einu sinni hlægileg. Að Bush og Ísrael frágengnum er hann, vegna afstöðu sinnar og skilyrðislausrar fylgispektar, persónugerfingur þeirra hörmunga og þjáninga sem íbúar þessa heimssvæðis þurfa að búa við. Hugmyndin ein er dæmi um hroka og fullkomið skeytingaleysi gagnvart íbúum Miðausturlands.
mbl.is Arabar ekki hrifnir af Tony Blair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sema Erla Serdar

Meira en sammála !

Sema Erla Serdar, 26.6.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er auðvitað rúmlega sammála þér Haukur.

Má til með að segja þér í framhjáhlaupi að þú ert fyrir löngu komin í  nánast guða-mannatölu í mínum huga.  Og þar trjónirðu á toppnum í vinningsliðinu, nú... og um ókomna tíð. Ekki spurning!

Hugsa að ég tæki orð þín trúanleg ef þú segðir mér að gúrka væri skrifað með ufsiloni.....

Heiða Þórðar, 26.6.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Guðaman . . . ! Hvað getur einn vesæll opinber starfsmaður sagt við svona yfirlýsingum. Ekkert; lýtur höfði í auðmýkt þegar aðrir sjá til og brosir ánægjulega framan í spegilinn um leið og hann rakar sig varlega. Hvað um tvö err í gúrr . . ., nei, bara djók.

Haukur Már Haraldsson, 28.6.2007 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband