Leita í fréttum mbl.is

Nýr kafli í blekkingarsögunni miklu

Já, það fór sem við var að búast. Sendiboði Bush og Ísraels tekinn til starfa við að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Sáttasemjari verður að vera einhver sem þeir treysta sem eiga í deilum. Tony Blair hefur ekki traust neinna nema Bush og Ísraelsmanna; Rússarnir létu til leiðast þótt tregir væru, arabaleiðtogar treysta honum ekki og jafnvel Evrópusambandið lýsti yfir efa um skipunina, hafandi þó tekið virkan þátt í að skipuleggja hörmungar palestínsku þjóðarinnar. Nýr kafli er að hefjast í blekkingarsögunni miklu; nú getur Ísrael haldið áfram að múra inni þorp og byggðir Palestínumanna, eyðileggja akra, reisa ólöglegar landránsbyggðir og hrekja Palestínumenn af heimilum sínum án þess að hafa áhyggjur af áliti heimasbyggðarinnar. Hvílík smán fyrir hinn svokallaða siðmenntaða heim. Svo erum við að troða okkar siðferði upp á aðra heimshluta.

Man annars einhver eftir því lengur að Ísrael er hernámsríki? Og hvaða alþjóðalög og reglur það eru sem gilda um samskipti hernámsþjóðar og þeirra sem hernumdir eru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband