28.6.2007 | 10:02
Flísalögn og hagleiksbörn
Ég hef verið að fást við að flísaleggja svalirnar hjá mér, bæði norðan til og sunnan. Þ.e.a.s. ég keypti efnið og það sem við á að éta, en það sannast nú sem svo oft áður að það er gæfa manns eins og mín að eiga handlagin börn með verksvit. Það er frumburður okkar hjóna, HM2 sem sér um framkvæmdina, en ég er meira í að hræra límið og rétta flísar. En það er samt ekki laust við að ég finni til mín í morgunsárið, þegar ég kíki út á svalirnar og sé hvað þetta verður flott þegar ég er búinn troða fúgunni milli flísanna. Sem ég(!) þarf helst að gera áður en við hjónin förum í góðra vina hópi Fjallabaksleið um næstu helgi.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.