2.7.2007 | 13:40
Að vera ekki starfinu vaxin
"Haldiði kjafti og borgiði", sagði hún, efnislega, talskona Já símafyrirtækisins í fréttunum í gær, þegar hún var spurð um skýringu á liðlega hundrað prósent hækkun á gjöldum fyrir birtingu á sérupplýsingum í símaskránni. Sjaldan hefur maður séð jafn skíran holdgerfing fyrirlitningar á viðskiptavinunum hjá fulltrúa fyrirtækis. Meira að segja forstjórar olíufélaganna þóttust bera hag viðskiptavinanna fyrir brjósti.
Svo er það náttúrlega svona útúrdúrspæling: Er ég einn um að hafa það á tilfinningunni að einkavæðing ríkisfyrirtækjanna hafi lítið annað haft í fjör með sér en margföldun á verði þjónustunnar?
Svo er það náttúrlega svona útúrdúrspæling: Er ég einn um að hafa það á tilfinningunni að einkavæðing ríkisfyrirtækjanna hafi lítið annað haft í fjör með sér en margföldun á verði þjónustunnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Athugasemdir
Það væri stundum freistandi að taka sér þessi orð í munn í starfi... "Haldiði kjafti og borgiði"
Marta B Helgadóttir, 2.7.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.