Leita í fréttum mbl.is

Hver eru frumgildi samfélagsins?

Hvað er eiginlega í gangi hjá lögreglunni? Þarf ekki að fara slá á hendurnar á þeim yfirvöldum sem krefjast þess að persónu sé vísað úr landi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun? Er ekki allt í lagi hjá þeim borðalagða ríkislögreglustjóra?

Samkvæmt fréttum er krafa lögreglunnar byggð á því að þessi Miriam hafi fengið greiðslu fyrir að stunda mótmæli, hún hafi stofnað lífi og limum fólks í hættu og - og það er magnaðasta forsendan - að hún hafi brotið "gegn frumgildum samfélagsins". Þetta með greiðsluna er réttlætt með frétt í RÚV sem aftur byggðist á grínauglýsingu í Fréttablaðinu. Að sögn ógnaði hún lífi og limum fólks þegar hún klifraði upp í mastur eða bómu til að festa mótmælaborða. Við það athæfi var hún sjálf í öryggislínu og enginn nálægur til að geta orðið fyrir hnjaski, á limum eða lífi. Þessar ásakanir byggja því á ákaflega hæpnum forsendum. Þá eru frumgildin eftir . . .

Hver eru frumgildi íslensks samfélags? Tjáningarfrelsi er talið vera eitt grundvallaratriði í mannréttindum sérhvers lýðræðisríkis; er það eitt af frumgildunum sem þessi Miriam hefur unnið gegn?  Annar þáttur þessara frumgilda er málfrelsi; hefur hún unnið gegn því? Maður hlýtur að krefjast þess að lögreglan skýri það fyrir almenningi gegn hvaða grunngildum þessi stúlka hefur brotið.

Gæti það verið að eitt af frumgildunum sé að einstaklingar skuli ekki mótmæla því sem þeir eru á móti? Af einhverjum ástæðum virðist lögreglan vera á þeirri skoðun að mótmæli séu glæpur þótt friðsamleg séu.

Vinsamlegast skýrið þetta fyrir okkur sem eru dálítið áttavillt í öllu þessu standi.

Kannski er rétt að taka það fram að ég þekki hvorki haus né sporð á þessari bresku stúlku, - en ég lít svo á að rétturinn til að mótmæla sé eitt af frumgildum samfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg Haukur. Fáum þessa skilgreiningu á hreint. Ekkert í lagamáli skilgreinir frumgildi en...ég læt fylgja smá gúgl út frá heimspekilegu sjónarhorni - vonandi til fróðleiks. Eftir stendur að framkvæmdavaldið á eftir að skýra sinn skilning:

Mikið blessað lán væri ef skipstjórinn hefði aldrei flutt Aríosto til Spánar og gert hann kastiljanskan, því hann dró drjúgt úr frumgildi hans. 
Heimild-Skírn   1985, 275
 
Aðgengismál -Húsafriðunarnefnd
Húsnæði stofnunarinnar er óhentugt með tilliti til aðgangs hreyfihamlaðra en leitast er við að veita fulla þjónustu við alla viðskiptavini þrátt fyrir það.
Aðgengi að gömlum húsum taki einkum mið af menningararfsgildi þeirra en nánar hugað að öðrum þáttum sem gætu auðveldað fólki að afla sér upplýsinga á
staðnum um húsið, t.d. með tölvuskjám. Með þeim hætti beitir stofnunin sér fyrir því leitað sé lausna sem þéna gestum og notendum án þess að skerða frumgildi hússins.
--
Við gætum raunar talið endalaust upp dæmi sem öll varpa fram sömu spurningunum um eigingildi og nytjagildi, frumgildi og afleidd gildi,
náttúruhverf og mannhverf viðhorf.
Náttúran, siðfræðin og stjórnsýslan
Óli Halldórsson
umhverfisfræðingur M.A.
--
Úr  Straumar og Stefnur
 Grikkir mótuðu einnig hugsjónina um lýðræðið, þeir vildu samfélag byggt á siðfræðilegum forsendum, þar sem frumgildi voru jafnræði og
virðing fyrir einstaklings-þroska.

kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband