Leita í fréttum mbl.is

Nei takk, ekki einkarekin fangelsi

Ef það er eitthvað sem íslenskt réttarkerfi þarf ekki á að halda eru það einkarekin fangelsi. Þetta hefur verið reynt annars staðar, svo sem í Bandaríkjunum og ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni lesið jákvæða dóma um slík fangelsi. Enda varla von til þess að slíkar stofnanir séu reknar með uppbyggingu þeirra sem þar eru vistaðir fyrir augum. Tilgangur fyrirtækja er að skila arði og það er einmitt mergurinn málsins í því sem maður hefur séð um svona einkarekin fangelsi að þar bitnar sparnaður í rekstri gjarnan á aðbúnaði og meðferð á föngunum.

Allur samanburður við Verndarheimilið í teigunum er út í hött; það er áfangaheimili, þar sem fangar fá tækifæri til að stunda vinnu og aðlaga sig samfélaginu áður en afplánun lýkur. Það hefur vissulega stífar reglur en er alls ekki fangelsiþ 


mbl.is Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Einkarekin fangelsi í Bandaríkjunum hafa einmitt skapað heilan iðnað sem er rekinn áfram af stórfyrirtækjum sem einskis svífast og hafa áframhaldandi og aukna fangelsun borgaranna að takmarki sínu og þrýsta á stjórnvöld að auka  refsingar og löggæslu.

Það er bara ótrúlegt að nokkrum skuli koma svona lagað til hugar, þetta er ósiðlegt í hæsta máta að stinga upp á því að hægt verði að gera óhamingju annara sér að féþúfu. 

Elías Halldór Ágústsson, 3.10.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Bendi að gamni á þennan tengil hér: Corrections Corporation of America.

Guðmundur D. Haraldsson, 3.10.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Bendi að gamni á þetta hér: Corrections Corporation of America.

Guðmundur D. Haraldsson, 3.10.2007 kl. 16:13

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála þér Haukur Már.

Heiða Þórðar, 10.10.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband