1.11.2007 | 14:21
Sniðgöngum Krónuna
Er það ekki svolítið dapurlegt að hlusta á verslunarstjóra Krónunnar halda því fram að það sé ekkert óheiðarlegt við það að láta sérpakka verðkannanakjöti og fela það fyrir neytendum; það sé á svo lágu verði að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðskiptavinirnir fái að kaupa það!
Hvar er eiginlega siðferði svona fólks? Er þetta kannski bara ríkjandi viðskiptasiðferði; að leitast skuli við að láta neytendur greiða eins hátt verð fyrir vöru og þjónustu og hægt er að komast upp með?
Ef eitthvert vit væri í íslenskum neytendum myndu þeir auðvitað sniðganga þessar verslanir, hætta að kaupa þar inn og snúa sér annað. En því miður er lítil von til þess; Íslendingar eru orðnir svo vanir því að láta valta yfir sig með alls konar skepnuskap án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. En samt: Ég skora á landsmenn að hætta að versla við Krónuna!
Það er bersýnilegt að frumvarp Björgvins G. um neytendavernd er borið fram á réttum tíma. Og kannski verða allir þeir þingmenn sem lýstu harmi sínum yfir skollaleik lágvöruverslananna á Alþingi í dag tilbúnir til að styðja það.
Hvar er eiginlega siðferði svona fólks? Er þetta kannski bara ríkjandi viðskiptasiðferði; að leitast skuli við að láta neytendur greiða eins hátt verð fyrir vöru og þjónustu og hægt er að komast upp með?
Ef eitthvert vit væri í íslenskum neytendum myndu þeir auðvitað sniðganga þessar verslanir, hætta að kaupa þar inn og snúa sér annað. En því miður er lítil von til þess; Íslendingar eru orðnir svo vanir því að láta valta yfir sig með alls konar skepnuskap án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. En samt: Ég skora á landsmenn að hætta að versla við Krónuna!
Það er bersýnilegt að frumvarp Björgvins G. um neytendavernd er borið fram á réttum tíma. Og kannski verða allir þeir þingmenn sem lýstu harmi sínum yfir skollaleik lágvöruverslananna á Alþingi í dag tilbúnir til að styðja það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Athugasemdir
Upphlaup Bónuss um daginn að draga sig út úr verðlagseftirliti ASÍ þegar þeir voru yfir Krónunni í verði, bendir nú til þess að Krónan sé ekki í samráði viuð Bónus lengur, hafi það verið áður. Hópumst því í Krónuna og verslum ekki í samráðsbúðum Baugs.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.11.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.