Leita í fréttum mbl.is

Lögbundið kynferði?

Ég var að horfa á Silfur Egils á sunnudaginn, sem oftar. Kom of seint og missti af fyrsta hanaslagnum en þegar ég mætti til leiks var verið að ræða hjónaband og samkynhneigða. Og ég er eiginlega handviss um að ég heyrði flokkssystur mína Steinunni Jóhannesdóttur halda því fram að fengju samkynhneigðir að ganga í hjónaband væri búið að taka það úr landslögum að hún væri kona. Er næstum til í að sverja að hún sagði þetta; efnislega ef ekki orðrétt. Mér brá svolítið. Ég þarf ekki annað en að svipta mig klæðum og kíkja í spegil til að sjá að ég er karl. Sama gæti Steinunn gert; með annarri niðurstöðu að sjálfsögðu.
Í alvöru talað; er ekki svona hystería dálítið hallærisleg?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eitthvað ert þú að misskilja þetta. Auðvitað getur Steinunn afklætt sig ,lítið í spegil og séð að hún er kona og með sama hætti gætir þú séð að þú ert karl. Þetta er óumdeilt, en hvað gerist ef lögin verða samþykkt?

Hvað mun spegillinn segja þér þá?

Getur þú ráðsettur maðurinn tekið áhættuna á því að fimm barnabörn þín horfi upp á þig breytast í konu? 

Sigurður Þórðarson, 23.10.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Sigurður; ég átta mig ekki á misskilningnum. Hvað mun spegillinn segja mér ef lögin verða samþykkt? Hann mun halda áfram að segja mér að ég sé karl og barnabörnin mín, núverandi og væntanleg, munu áfram líta á mig sem afa, ekki ömmu. Kynferði fólks breytist ekki með lagasetningu. Menn geta verið með eða á móti hjónabandi samkynhneigðra, en í öllum bænum haldið umræðunni á vitrænu plani.

Haukur Már Haraldsson, 23.10.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steinunn var svo sannfærandi, þó hún vitnaði ekki í Biblíuna að þessu sinni að ég tók hana trúanlega. Þú ert aftur á móti svo jarðbundinn og hefur greinilega aflað þér óyggandi upplýsinga um að þessu sé ekki svona farið.  Nú jæja,ef engin óþarfa áhætta er tekin og þetta er alveg öruggt þá  má  að skaðlausu  samþykkja  þetta lagafrumvarp.

Annars er þróunin svo hröð að maður fylgist varla með.  Fyrir 5 dögum var hætt að gagnrýna homma í Biblíunni en þess í stað fengu barnaníðingar á baukinn. Og í dag samþykkti þjóðkirkjan, að vissum skilyrðum uppfylltum, að blessa homma sem vilja búa saman sem hjón.  Líklega hefur þú rétt fyrir þér Haukur því enn er allt á sínum stað hjá mér. 

Sigurður Þórðarson, 25.10.2007 kl. 18:11

4 Smámynd: Halla Rut

Hún gerði sig nú bara af fífli, KONAN. Hún var með grátstafinn í kverkunum yfir þessu öllu saman.

Ég bara spyr þessa konu; Hvernig breytist líf þitt ef tveir hommar eru giftir niður í bæ einhverstaðar og kallast svo hjón. Þú mundir ekki einu sinni vita af því. Það eru nú til verðugari mál að grenja yfir, trúðu mér.

Halla Rut , 28.10.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband