Leita í fréttum mbl.is

Góður árangur alvöru flokksstarfs

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því hve aðkoma Samfylkingarinnar að ríkisstjórn hefur gengið snuðrulaust fyrir sig. Ráðherrarnir gengu inn í ráðuneytin og voru samstundis farnir að taka til höndum; stefnan klár frá upphafi og ermarnar brettar upp.
Góður vinur minn, framsóknarmaður raunar, hafði einmitt orð á þessu við mig um daginn. Sjálfur hafði ég svo sem ekki tekið sérstaklega eftir þessu, kannski ómeðvitað gert ráð fyrir þessum gangi mála. En þegar framarinn vinur minn hafði orð á þessu áttaði ég mig á því að einmitt þannig höfðu málin gengið fyrir sig, smurt.
Það þurfti svo sem ekki að velta lengi vöngum yfir ástæðunni. Þetta er árangur þess mikla starfs sem málefnahópar flokksins um flesta þætti samfélagsins hafa unnið undanfarin ár. Ýmsir andstæðingar flokksins gerðu grín að þessari áherslu á málefnahópa; töldu nær að leggja áherslu á dægurpólitíkina frá degi til dags. En nú hefur þetta starf sannað sig; flokkurinn mætti til samstarfsins með stefnu tilbúna í öllum málum. Fékk vitaskuld ekki allt samþykkt í stjórnarmyndunarviðræðum en þessi klára afstaða hefur efalaust átt þátt í því að viðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og að áherslurnar í stjórnarstarfinu eru allt aðrar og lystugri en þær sem giltu í síðustu ríkisstjórn.
Það verður svo að segjast eins og er, að ráðherrar flokksins hafa staðið sig með sóma og miðað við yfirlýsingar þeirra eiga þeir eftir að styrkja stöðu flokksins enn frekar.
Svona á að vinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Sammála

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband