9.2.2008 | 17:52
Er laus staða sem krefst ekki minnis?
Vesenið í kringum Villa Þorn verður sífellt magnaðra og raunar vandséð hvernig hann ætlar sér að koma standandi niður. Maður sem man ekkert stundinni lengur og verður nánast daglega ber að því að reyna vísvitandi að blekkja fjölmiðla - og þar með borgarbúa alla - getur varla gert kröfu um æðstu stjórnunarstöðu í Reykjavík. Nú verða Sjálfstæðismenn að finna honum ásættanlegt starf, svo hann geti hætt með reisn . . . Nei, auðvitað getur hann það ekki úr því sem komið er, en svo hann geti hætt í borgarstjórn. Er ekki laust eitthvert starf innan flokksapparatsins sem krefst ekki mikils minnis? Ef ekki, er þá ekki hægt að búa það til; annað eins hefur nú verið gert fyrir dygga flokksmenn.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Af mbl.is
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Athugasemdir
Ég get ekki annað en að kvitta fyrir mig hér.
Var að líta yfir sumar færslur hjá þér og eins og við báðir vitum er ég all svakalega ósammála sumu ... en sammála öðru. Greinin þín um þróunaraðstoð, sem birtist í Morgunblaðinu um daginn, hef ég hér hjá mér úti í Odense en sé að þú hefur sett hana einnig upp í bloggheimi. Jæja, mig langaði e.t.v. að kommenta á skrif þín og fleiri um málefni þróunarlanda - en til þess að vel sé verð ég enn um sinn að gefa mér meiri tíma.
Hvað um það, Haukur.
Bestu kveðjur til þín og fjölskyldunnar héðan úr Danalág,
Ólafur Als
Ólafur Als, 9.2.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.