Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg hugmynd hjá Stefáni Jóni

Stefán Jón Hafstein er skroppinn í Íslandsferð frá störfum í Namibíu og býr sig undir að fara til Malawí á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Hann gaf sér þó tíma til að koma með skemmtilega hugmynd í Silfrinu hjá Agli áðan. Að til að leysa úr þeim stjórnarvanda sem ríkjandi er í Reykjavík verði mynduð starfsstjórn þriggja stærstu flokkanna í borginni, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Áður yrðu sjallarnir að leysa sín innanbúðarmál og forystukreppu í borgarstjórnarflokknum, en siðan yrði búinn til starfsstjórn um ákveðin mál, á borð við Sundabraut, mönnunarvanda umönnunarstétta, skólamál og slík brýn málefni. Önnur málefni yrðu sett á salt þar til kjósendur gætu sagt sitt álit á þeim í næstu kosningum.
Þetta er sniðug hugmynd og full ástæða til að taka hana alvarlega, ekki síst þar sem Samfó og vinstrigræn hafa tekið um það ákvörðun að splæsa sig saman í núverandi ástandi og ljá ekki máls á því við Sjálfstæðismenn að skera þá niður úr þeirri snöru sem þeir hafa sjálfviljugir sett um hálsinn á sér. Nú er boltinn í túninu hjá Sjöllunum og verður gaman að sjá hvernig þeir taka þessari hugmynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband