Leita í fréttum mbl.is

Bregst nú krosstré

Þetta er þungbær játning, en ég verð samt að viðurkenna það: Mér finnst gaman að hlusta á umræður um fótbolta. Á það jafnvel til að horfa á næstum heila leiki bara til að geta verið með á nótunum þegar Þorsteinn Joð og viðmælendur hans hverju sinni spjalla að leiknum loknum. Ekki svo að skilja; ég er ekki antisportisti af hugsjón og reyni meira að segja að halda mér í formsvotti, en knattspyrna hefur aldrei verið málið. Aldrei átt uppáhaldslið hér á landi eða erlendis, glotti í fjarlægð yfir trúarbragðastyrjöldum aðdáendahópa ensku klúbbanna og vorkenni þessum greyum. En þættirnir hans Þorsteins Joð eru bara svo skemmtilegir að maður eiginlega verður að horfa, - og ekki sakar að viðmælendurnir eru gjarnan úr einhverjum alltöðrum geira en fótbolta og ræða af aðdáanlegri kaldhæðni og húmor um leikina. Toppurinn hingað til voru Kristrún Heimisdóttir og einhver aðdáandi Ítalíu (man ekki hvað hann heitir, en hann var góður). Þau voru mögnuð. Vegna þessara þátta  Þorsteins Joð er jafnvel hægt að fyrirgefa fréttatilflutning og Kastljósleysi. Þetta átti fyrir manni að liggja!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur og Kristín

Þorsteinn Joð var fyrstur til að innleiða fléttuþætti í íslenskt útvarp, einhvern tímann eighties? Líklega ofanverðum þeim tug. Var hann ekki nýkominn úr námi að utan þá? Þetta var alveg nýtt og ferskt og mér er alltaf hlýtt til ÞJ síðan, pró og klár fjölmiðlamaður. En fótbolti? Já, hann getur meira að segja gert hann soldið skemmtilegan.

kv. kristín.

Þórhildur og Kristín, 18.6.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband