5.9.2008 | 10:24
Sjálfstætt líf Landsvirkjunar?
Það munaði litlu að ferskjan stoppaði í kokinu á mér þegar ég horfði á það í sjónvarpinu mínu í gærkvöldi að Landsvirkjun væri að undirbúa nýja virkjun á hálendinu, Bjölluvirkjun. sem mér sýndist raunar að myndi fara inná svæði sem alls ekki á að snerta skv. stjórnarsáttmálanum (ef ég man rétt). Veiðivötn, Langisjór í stórhættu.
Ég þá var ég nýbúinn að hlusta - og horfa - á Össur staðfastan í ræðustóli Alþingis, þar sem hann beinlínis hóf á loft krepptan hnefa og sagði að ekki yrði hróflað við svæðum á borð við þessi (man ekki orðalagið) meðan þessi ríkisstjórn sæti.
Hvernig er það; lifir Landsvirkjun algjörlega sjálfstæðu lífi? Kemur þessu (ríkis)fyrirtæki ekkert það við sem ráðamenn stefna að?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.